Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mán 14. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa sett sig í samband við Guardiola
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur sett sig í samband við Pep Guardiola, stjóra Englandsmeistara Manchester City, í þeirri von um að ráða hann sem landsliðsþjálfara.

Enska sambandið er í leit að nýjum landsliðsþjálfara. Lee Carsley hefur stýrt liðinu til bráðabirgða eftir að Gareth Southgate hætti en það er ekki útlit fyrir að hann verði áfram með liðið.

Núna segir The Times að enska sambandið hafi rætt óformlega við Guardiola.

Það hafa verið sögur um að Guardiola sé með samkomulag við enska sambandið en hann hefur sjálfur neitað fyrir það.

Guardiola er draumakostur fyrir enska landsliðið en hann er samningsbundinn City út yfirstandandi tímabil.

Það er talið að Guardiola muni taka ákvörðun um framtíð sína á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner