Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 14. nóvember 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rami varar þá yngri við: Ef ég væri veikur fyrir andlega væri ég dáinn
Adil Rami
Adil Rami
Mynd: Getty Images
Fyrrum landsliðsmaður Frakklands, miðvörðurinn Adil Rami, varar unga leikmenn við hættunum sem peningar og frægð fela i sér. Hann segir frá því að hann hafi hitt margar 'auðveldar' stelpur sem umgengust menn með vasa fulla af eiturlyfjum.

„Ef ég hefði ekki haft vinahópinn minn þá hefði ég algjörlega skitið upp á bak," sagði Rami við La Parisien. Rami er 34 ára gamall og spilar með Boavista í Portúgal.

„Í fríum urðu mjög margar "auðveldar" stelpur á vegi mínum og í kringum þær voru strákar með vasana fulla af eiturlyfjum. Ef ég hefði verið veikur fyrir andlega vær ég dáinn."

„Ungir leikmenn þurfa að pasa sig. Ungir og myndarlegir leikmenn sem eiga peninga geta breytt stelpum í skíthælana sem þær eru. Án þess að alhæfa þá eru margar stelpur sem hafa áhuga á þér vegna peninganna eða frægðarinnar. Því stundum vilja þær bara eignast fylgjendur á samfélagsmiðlum til að vera þekktar, það er ekki fallegt."

Rami sagði þá að allar ásakanir frá Pamelu Anderson, fyrrverandi unnustu sinni, væru byggðar á sandi. „Hún vildi eyðileggja mig. Hún lagði aldrei fram neina kvörtun þar sem ekkert af þessu gerðist."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner