Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 14. nóvember 2024 13:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH vill fá Braga Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á ÍR-ingnum Braga Karli Bjarkasyni. Bragi er hávaxinn sóknarmaður sem verður samningslaus í lok árs.

Fyrir ekki svo löngu síðan fjallaði Fótbolti.net um áhuga Vals á leikmanninum og þá mun Vestri líka vera að horfa til hans.

Bragi Karl er 22 ára og skoraði ellefu mörk í 22 leikjum í Lengjudeildinni í sumar og eitt mark í tveimur bikarleikjum.

Hann skoraði þá 21 mark í 22 leikjum með ÍR í 2. deild í fyrra þegar liðið fór upp og var markakóngur 2. deildar.

Í lok tímabilsins 2023 var hann svo valinn besti leikmaður 2. deildar af Ástríðunni.

Bragi er örvfættur og getur bæði spilað í fremstu línu og á kantinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner