Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. desember 2019 13:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba: Kannski stærsta félag sögunnar
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, segir að ungu leikmenn félagsins verði að nýta tækifæri sitt í aðalliðinu.

Man Utd mætir Everton á morgun og verður það mögulega 4000. leikurinn í röð þar sem United er með leikmann úr akademíu félagsins í leikmannahópnum.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur haldið í hefðirnar að leyfa ungum leikmönnum að fá tækifæri. Gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudag voru níu leikmenn úr akademíu Man Utd í hópnum.

Pogba kom fyrst til United 16 ára gamall og hann sagð við vefsíðu Man Utd: „Ég hef sagt við marga af ungu leikmönnunum: 'Strákar, þið vitið ekki hversu heppnir þið eruð'. Við höfum verið í meiðslavandræðum og það er stórt tækifæri fyrir ungu leikmennina að vera í aðalliðinu."

„Þetta er tækifæri fyrir þá að standa sig vel og halda sig í aðalliðinu. Þú veist aldrei, leikmaður gæti meiðst og inn í hans stað gæti komið inn ungur leikmaður, sem spilar frábæran leik. Þá gæti ungi leikmaðurinn verið í aðalliðinu út ferilinn."

„Mason Greenwood síðann á fyrstu æfingunni sem ég sá hann á, og Brandie (Brandon Williams), Jimmy (James Garner), Angel (Gomes), Chongy (Tahith Chong) og allir leikmennirnir. Axel (Tuanzebe) líka, þó ég líti ekki á hann sem ungan leikmann því hann hefur verið í aðalliðinu lengi, Timo (Timothy Fosu-Mensah) líka. Ungu leikmennirnir eru með gæði og þeir hafa alla burði til að vera í aðallðinu."

„Þeir hafa verið að spila og þeir eiga að njóta þess að vera á vellinum. Mason er að skora mörk, Brandie er að spila eins og hann hafi verið þarna í sex mánuði nú þegar. Um þetta snýst félagið og þetta vill stjórinn."

Pogba er búinn að vera meiddur síðustu mánuði, og hann hefur verið orðaður frá félaginu. Hann segist vonast til að geta sett fordæmi fyrir ungu leikmennina.

„Ég held og ég vona að ég geti hjálpað þeim. Þetta er eitt stærsta félag í heimi, kannski stærsta félag í sögunni. Þeir eiga möguleika að vera í þessu félagi," sagði Pogba, sem er 26 ára.

„Ég vona að ég geti sett gott fordæmi fyrir þá, innan sem utan vallar, jafnvel þó að ég líti ekki á mig sem gamlan. Ég vona að ungu leikmennirnir muni, einn daginn, taka mína stöðu því ég mun ekki spila til eilífðar."
Athugasemdir
banner
banner