Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti um Endrick: Bla, bla, bla
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hafði ekki mikinn áhuga á því að ræða ungstirnið Endrick á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Vallecano sem fram fer í dag.

Endrick hefur aðeins komið við sögu í 14 leikjum á tímabilinu og skorað tvö mörk. Þessii 18 ára gamli Brasilíumaður gekk til liðs við félagið frá Palmeiras í sumar en hann þykir gríðarlega efnilegur.

„Þú ert að tala um Endrick, sem hefur spilað lítið, að ég hafi ekki gefið honum mínútur, bla, bla, bla," sagði Ancelotti.

„Þú verður að muna að hann er mjög ungur, hann verður að læra, aðlagast og bæta sig. Að setja hann inn á þegar liðið er ekki að spila vel er ekki að fara hjálpa honum, það gerir illt verra. Ég verð að hafa allt þetta í huga, bla, bla, bla."
Athugasemdir
banner
banner