Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. janúar 2022 12:13
Brynjar Ingi Erluson
Gueye í fjögurra mánaða bann - Marseille má ekki kaupa leikmenn
Pape Gueye í leik með Marseille
Pape Gueye í leik með Marseille
Mynd: EPA
Franska félagið Marseille er komið í eins árs félagaskiptabann sem tekur gildi í sumar eftir að FIFA skoðaði kaup félagsins á Pape Gueye frá Watford. Leikmaðurinn fær fjögurra mánaða bann.

Forsaga málsins er þannig að Watford gerði samning við Gueye í byrjun árs 2020. Hann gerði fimm ára samning við enska félagið og gekk hann svo í raðir Watford 1. júlí.

Watford birti mynd af honum með treyjuna en aðeins sautján klukkustundum síðar var hann kominn í æfingabúnað merktum Marseille.

Gueye sagði að hann hafi fengið slæma ráðgjöf frá umboðsmanni sínum og ákveðið að hætta við að ganga til liðs við Watford en enska úrvalsdeildarfélagið fór fram á greiðslu upp á 2,7 milljónir punda sem er riftunarákvæði samningsins.

FIFA skoðaði félagaskipti hans til Marseille betur og ákvað að setja Gueye í tímabundið bann á dögunum. Hann hefur því ekki getað spilað fyrir Senegal í Afríkukeppninni.

Alþjóðafótboltasambandið hefur nú dæmt Marseille í eins árs bann sem tekur gildi í sumar og getur félagið því ekki keypt leikmenn í tveimur gluggum. Marseille mun áfrýja til íþróttadómstólsins í Lausanne og er forseti félagsins bjartsýnn á að dómurinn verði skilorðsbundinn.

Gueye fær þá fjögurra mánaða bann frá fótbolta og getur því ekki spilað fyrr en í síðustu umferð frönsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner