Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 15. janúar 2022 15:54
Haraldur Örn Haraldsson
Jói Kalli: Gott að koma til baka eftir rasskellingu á móti Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA vann sinn fyrsta sigur í Fótbolta.net mótinu 5-4 í skessuni í dag gegn FH. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins var ánægður með sigurinn og var hann tekinn í viðtal eftir leik.

Þá leiknum hér á móti FH lokið, hvernig leggst þetta í þig?

„Heyrðu þetta var bara eins og allir leikir eru í þessu .net móti. Þetta er frábært mót fyrir okkur að hafa svona snemma á undirbúningstímabilinu. Gaman að koma bara inn í vel skipulagða leiki og fá flotta dómara. Gaman að koma hérna inn í Krikan í dag og spila flottan leik."

Það gekk betur að skora í dag en í síðasta leik en fenguð nokkuð mörg mörk á ykkur. Hvernig lítur þú á það?

„Það náttúrulega bara fjör í þessum leikjum, auðvitað viljum við verjast betur en við unnum leikinn í dag og það er náttúrulega mikil bæting frá leiknum á móti Stjörnunni þar sem við vorum náttúrulega bar lélegir. Ekkert sem gekk upp hjá okkur þar, við gátum ekki spilað í gegnum fyrstu pressuna en nú erum við komnir með mjög reyndan leikmann í miðvörðinn í honum Aroni Bjarka og þetta gekk töluvert betur hjá okkur í dag. Það er náttúrulega það sem viljum sjá við erum kanski ekki beint að horfa í úrslitin en að það sé bæting í því sem við erum að gera. Tala nú ekki um að koma til baka eftir að hafa fengið rasskellingu á móti Stjörnunni að vinna þennan leik í dag, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki."

Aron Bjarki er kominn inn í liðið hvað mun hann gefa ykkur?

„Aron Bjarki er bara fantagóður fótboltamaður bæði með og án bolta og það er það sem hann mun gefa okkur en hann er líka með gríðarlega mikla reynslu og er strax kominn inn í hópinn, byrjaður að miðla sinni reynslu, sinni þekkingu sem fótboltamaður og bara sem karakter þannig að frábært fyrir okkur að vera búin að fá hann."

Hvernig standa málin með Oliver Stefáns?

„Við erum bara að vinna í því að hjálpa Oliver að komast í sitt besta stand og komast í leikform og við erum að keyra það á fulla ferð að ganga frá þeim málum að semja mið Norrköping hann er samningsbundinn þar og auðvitað snýst það um að við fáum hann á lán og við ætlum að keyra á það á fulla ferð. Það er bara samstarf sem gæti hentað vel, bæði fyrir Oliver og okkur Knattspyrnufélagið ÍA að koma honum í sitt besta stand það er bara frábært fyrir alla aðila."

Breki spilaði vel í dag og skoraði 2 mörk á hann að vera með ykkur í sumar?

„Breki er hæfileikaríkur leikmaður. Stór, sterkur, fljótur og getur skotið með bæði hægri og vinstri og skorar tvö mjög góð mörk hérna í dag og hann á framtíðina fyrir sér og auðvitað verður hann hluti af okkar hóp."

Það hefur komið upp orðrómur að þér hafi boðist að verða aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins er eitthvað til í því?

„Nei ég er bara fókuseraður á þetta verkefni á Skaganum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner