Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 15. janúar 2022 16:41
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Þrenna frá Lewandowski - Erfitt hjá Stuttgart
Robert Lewandowski og Leroy Sane fagna öðru marki Pólverjans í dag
Robert Lewandowski og Leroy Sane fagna öðru marki Pólverjans í dag
Mynd: EPA
Christopher Nkunku skoraði og átti þátt í fyrra mark Leipzig
Christopher Nkunku skoraði og átti þátt í fyrra mark Leipzig
Mynd: EPA
Pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði þrennu er Bayern München stöðvaði sigurgöngu Kölnar með því að vinna góðan 4-0 sigur í þýsku deildinni í dag.

Lewandowski kom Bayern yfir á 9. mínútu. Bayern vann boltann á miðsvæðinu áður en Thomas Müller kom boltanum inn í teiginn, á Lewandowski sem skoraði í vinstra hornið.

Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso skoraði fallegt mark á 24. mínútu. Marcel Sabitzer átti langan bolta í teiginn á Tolisso, sem skallaði hann á Müller, sem skilaði honum aftur á Tolisso og þrumaði hann knettinum efst í vinstra hornið.

Lewandowski bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leroy Sane lagði upp fyrir hann á 62. mínútu. Einföld sending inn fyrir og enn þægilegra fyrir Lewandowski áður en hann fullkomnaði þrennuna tólf mínútum síðar. Lokatölur 4-0 fyrir Bayern sem er með 46 stig á toppnum, sex stigum á undan Borussia Dortmund.

Union Berlín lagði Hoffenheim, 2-1 á meðan Mainz vann Bochum 1-0 með marki frá hollenska varnarmanninum Jeremiah St. Juste í byrjun síðari hálfleiks. Wolfsburg og Hertha Berlín gerðu markalaust jafntefli.

RB Leipzig er í ágætis gír og sigraði Stuttgart, 2-0. Andre Silva skoraði úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Christopher Nkunku, besti maður Leipzig á tímabilinu, átti fyrirgjöf sem Konstantinos Mavropanos handlék innan teigs og skoraði Silva úr spyrnunni.

Nkunku tryggði svo sigurinn með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Leipzig var með boltann á miðsvæðinu, Nkunku fór í hlaupið hægra megin. Hann var með varnarmann í sér, en lék á hann með skemmtilegri gabbhreyfingu í átt að teignum áður en hann kom boltanum hægra megin við markvörðinn og í netið.

Leipzig er í 7. sæti með 28 stig en Stuttgart í 15. sæti með 18 stig á erfiðu tímabili.

Wolfsburg 0 - 0 Hertha

Union Berlin 2 - 1 Hoffenheim
0-1Timo Baumgartl ('16 , sjálfsmark)
1-1 Andreas Voglsammer ('22 )
2-1 Grischa Promel ('73 )

Stuttgart 0 - 2 RB Leipzig
0-1 Andre Silva ('11 , víti)
0-2 Christopher Nkunku ('70 )

Mainz 1 - 0 Bochum
0-0 Sebastian Polter ('33 , Misnotað víti)
1-0 Jeremiah St Juste ('48 )

Koln 0 - 4 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('9 )
0-2 Corentin Tolisso ('25 )
0-3 Robert Lewandowski ('62 )
0-4 Robert Lewandowski ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner