Arsenal og Tottenham Hotspur eigast við í Norður-Lundúnaslag í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 20:00 á Emirates-leikvanginum í kvöld.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gerir nokkrar breytingar frá tapinu gegn Manchester United í enska bikarnum.
Thomas Partey, Declan Rice, Raheem Sterling og Leandro Trossard koma allir inn í liðið á meðan þeir Mikel Merino, Jorginho og Gabriel Martinelli koma á bekkinn. Gabriel Jesus er ekki með vegna meiðsla.
Arsenal: Raya, Timber, Lewis-Skelly, Saliba, Gabriel, Partey, Odegaard, Rice, Sterling, Trossard, Havertz.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, gerir fimm breytingar frá 3-0 sigrinum á Tamworth um helgina. Djed Spenca kemur í vörnina og þá koma þeir Lucas Bergvall, Dejan Kulusevski, Heung Min-Son og Dominic Solanke einnig inn.
Tottenham: Kinsky, Porro, Spence, Dragusin, Gray, Bissouma, Bergvall, Sarr, Kulusevski, Son, Solanke.
Athugasemdir