banner
   mán 15. febrúar 2021 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Moyes: Við eigum nóg inni
David Moyes
David Moyes
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, var ánægður með 3-0 sigur liðsins á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en West Ham er nú í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn.

Declan Rice kom West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu á 39. mínútu en þetta var fyrsta vítaspyrna liðsins í deildinni á þessu tímabili. Issa Diop bætti við öðru með skalla eftir hornspyrnu á 58. mínútu og það var svo Ryan Fredericks sem rak síðasta naglann í kistu Sheffield United undir lokin.

West Ham er nú með 42 stig í fjórða sætinu en það setur meiri pressu á liðið samkvæmt Moyes.

„Frammistaðan hefði klárlega getað verið betri á köflum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en leikmennirnir eru að gera frábærlega og það góða við þetta er að við eigum nóg inni og þeir vita að þeir geta gert betur," sagði Moyes.

„Declan Rice vissi að það var í hans verkahring að taka vítaspyrnuna og kannski í framtíðinni munum við skoða aðra kosti."

„Þetta er frábært því á sama tíma á síðasta ári þá vorum við að reyna að forðast fall. Ég brosi bara því það setur öðruvísi pressu á okkur að vera á toppnum. Ég er á því að leikmennirnir eiga eftir að fara upp um einn gír og ég mun ekki sætta mig við suma hluti í frammistöðunni."

„Ég vil ekki útiloka það að við getum endað meðal fjögurra efstu en ég vil heldur ekki segja að við verðum þar til að koma mér í klandur. Ég vil vera með metnað og ég held að við munum halda okkur uppi en ég ætla ekki að fara að henda í einhverja heimskulega yfirlýsingu um eitthvað sem er óraunverulegt í augnablikinu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner