mán 15. febrúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rangnick ræddi við Chelsea - „Er ekki þjálfari til bráðabirgða"
Mynd: Getty Images
Þýski fótboltasérfræðingurinn Ralf Rangnick segist hafa fengið boð um að taka við Chelsea áður en samlandi hans Thomas Tuchel var ráðinn.

Rangnick er mjög virtur fyrir störf sín í Þýskalandi. Hann er fyrrum stjóri Schalke, Hoffenheim og RB Leipzig meðal annars. Hann hefur einnig starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull.

Rangnick er þekktur fyrir hápressu sóknarfótbolta sinn. Hann er sagður hafa veitt stjórum á borð við Tuchel, Jurgen Klopp og Julian Nagelsmann mikinn innblástur.

Tuchel fékk starfið hjá Chelsea eftir að Frank Lampard var rekinn en Rangnick segist hafa fengið boð frá Lundúnafélaginu á undan Tuchel. Hann hafi hins vegar neitað því.

„Ég sagðist vilja koma og vinna með þeim en ekki bara í fjóra mánuði. Ég er ekki þjálfari til bráðabirgða," sagði Rangnick við The Times. Chelsea ákvað frekar að gera samning við Tuchel út næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner