mið 15. febrúar 2023 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe: Ég hefði ekki átt að spila þennan leik
Mbappe í leiknum í gær.
Mbappe í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe var óvænt mættur á æfingu PSG liðsins fyrir leik liðsins gegn Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Hann hefur glímt við meiðsli og kom inná sem varamaður í seinni hálfleik. Hann meira að segja skoraði í leiknum en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

PSG sagði frá því eftir meiðsli hans gegn Montpellier í upphafi mánaðar að hann yrði frá í þrjár vikur. Tæpum tveimur vikum síðar var franski landsliðsmaðurinn hins vegar mættur aftur á völlinn.

„Ég er ekki 100% en mér leið nógu vel til að reyna hjálpa vinum mínum og spila smá. Ég hefði ekki átt að spila þennan leik."

„Ég reynid allt sem ég gat til að spila svo ég myndi ekki sjá eftir neinu. Ég hefði verið til í að vera í standi til að geta spilað allan leikinn."

„Það eru þessir leikir sem við viljum spila, leikirnir sem við leggjum hart að okkur til að komast í. Að horfa frá hliðarlínunni er mjög erfitt. Ég átti einungis 30 mínútur til að gefa í dag og ég gaf allt í þetta,"
sagði Mbappe.

Hann hefur skorað 25 mörk í 27 leikjum á tímabilinu, þar af sjö mörk í Meistaradeildinni. Leikurinn í gær endaði með 0-1 sigri Bayern í París og fer seinni leikurinn fram í München þann 8. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner