Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. febrúar 2023 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stal senunni í fyrsta landsleiknum - Sigur gegn Skotlandi
Icelandair
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 2 - 0 Skotland
1-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('50 )
2-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('51 )
Lestu um leikinn

Nýliðinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fer ansi vel af stað með A-landsliði kvenna, en hún gerði bæði mörk liðsins í sigri gegn Skotlandi á Pinatar æfingamótinu á Spáni í dag.

Um var að ræða fyrsta leik íslenska liðsins á mótinu, en óhætt er að segja að fyrri hálfleikur hafi verið dapur hjá íslenska liðinu. Skoska liðið var mun hættulegra og hefði allt eins getað verið fjórum eða fimm mörkum yfir í hálfleik.

Íslenska liðið mætti hins vegar af krafti í seinni hálfleik og skoraði tvisvar á tveimur mínútum. Í fyrra markinu fékk Olla, eins og hún er alltaf kölluð, sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur og tók við boltanum á vítateigslínunni. Hún átti skot sem fór í varnarmannn og inn.

Annað markið kom beint í kjölfarið og skoraði Olla þá með stórkostlegu skoti.

Það var svo mjög jákvætt að sjá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur snúa aftur og spila sinn fyrsta landsleik síðan í júlí á síðasta ári.

Lokatölur 2-0 fyrir Ísland sem á næsta leik í mótinu á laugardagskvöld gegn Wales. Ísland á býsna góðan möguleika á því að vinna mótið eftir þennan sigur en tvö bestu lið mótsins - miðað við styrkleikalista FIFA - voru að mætast í þessum leik.

Leikir Íslands:
18. febrúar kl. 19:30 Ísland - Wales
21. febrúar kl. 19:30 Ísland - Filippseyjar
Athugasemdir
banner
banner
banner