Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   lau 15. febrúar 2025 14:35
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Gylfi fyrirliði þegar Valur gerði jafntefli á skaganum
Johannes Vall skoraði mark ÍA.
Johannes Vall skoraði mark ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 1 - 1 Valur
1-0 Johannes Vall ('35)
1-1 Patrick Pedersen ('79, víti)

ÍA og Valur gerðu jafntefli í fyrsta leik dagsins í Lengjubikar karla en leikið var í hádeginu.

Johannes Vall kom heimamönnum í ÍA yfir á 35. mínútu eftir að hafa farið illa með Tómas Bent leikmann Vals og látið vaða á markið.

Valur jafnaði svo metin þegar tíu mínútur voru eftir úr vítaspyrnu sem Patrick Pedersen skoraði úr.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Vals í dag og bar fyrirliðabandið. Hann hefur verið orðaður frá félaginu en Víkingur og Breiðablik hafa lagt fram tilboð í hann.
Athugasemdir
banner
banner