Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   lau 15. febrúar 2025 12:29
Hafliði Breiðfjörð
Segir pabba Gylfa staðfesta tilboð Víkings í gær
Gylfi í leik gegn Víkingi.
Gylfi í leik gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason stjórnandi hlaðvarpsins Dr. Football segir að hann hafi fengið staðfest hjá Sigurði Aðalsteinssyni föður Gylfa Þórs Sigurðssonar að Víkingur hafi lagt fram tilboð í leikmanninn í gær.

Hjörvar segir að tilboðið hafi verið upp á 10 milljónir króna en Vísir.is fullyrðir að það sé 6,5 milljónir.

Breiðablik er einnig sagt hafa reynt að bjóða í Gylfa á árinu en ljóst er að mikill áhugi er á leikmanninum takist að losa hann frá Val.

Gylfi er í byrjunarliði Vals sem nú mætir ÍA í Lengjubikarnum á Akranesi. Hann ber fyrirliðabandið í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner