Fótboltasérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason greinir frá því að Valur hafi hafnað 10 milljón króna tilboði frá Víkingi R. í Gylfa Þór Sigurðsson í dag.
Hjörvar greinir frá því að Gylfi vill ekki vera áfram á Hlíðarenda og eru líkur á að Valur muni selja hann ef nægilega gott tilboð berst. Þetta er ekki fyrsta tilboð Víkings í Gylfa í vetur.
Gylfi er 35 ára gamall og skoraði 11 mörk í 19 leikjum í Bestu deildinni í fyrra. Hann er með eitt ár eftir af samningi sínum við Val.
Valsmenn höfnuðu fyrr í dag 10 milljóna tilboði Víkinga í Gylfa Sigurðsson. Það virðist vera algjörlega ljóst að Gylfi vill ekki vera áfram á Hlíðarenda. pic.twitter.com/KPOJhgtBvr
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 14, 2025
Athugasemdir