Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. mars 2023 16:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfreð hélt Sævari á tánum - „Með sjálfstrausti gerast mjög góðir hlutir"
Icelandair
Skoraði tvö mörk á sunnudag og var valinn í landsliðið á mánudag.
Skoraði tvö mörk á sunnudag og var valinn í landsliðið á mánudag.
Mynd: Getty Images
Hann er búinn að kenna mér mikið og við ræðum oft hlutina þegar við erum saman í herbergi í útileikjum.
Hann er búinn að kenna mér mikið og við ræðum oft hlutina þegar við erum saman í herbergi í útileikjum.
Mynd: Getty Images
Þegar þú ert með sjálfstraust þá gerast mjög góðir hlutir, sjálfstraust er svo ógeðslega mikilvægt í fótbolta.
Þegar þú ert með sjálfstraust þá gerast mjög góðir hlutir, sjálfstraust er svo ógeðslega mikilvægt í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Baseball fagnið góða.
Baseball fagnið góða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég fékk smá innspýtingu og er búinn að vera standa mig á undirbúningstímabilinu og í byrjun tímabilsins með Lyngby.
Ég fékk smá innspýtingu og er búinn að vera standa mig á undirbúningstímabilinu og í byrjun tímabilsins með Lyngby.
Mynd: Getty Images
Á mánudag kom Sævar Atli Magnússon úr sánu með liðsfélögum sínum. Lyngby hafði unnið leik gegn Midtjylland daginn áður og voru menn í endurheimt. Þá sá hann að landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, hefði hringt í sig.

Var í sánu þegar Arnar hringdi
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá kom það mér smá á óvart. Ég fékk að vita þetta á mánudaginn. Ég var kallaður inn í hópinn í janúar, ekki valinn í fyrsta hópinn og mér fannst það ógeðslega skemmtilegt og mikill heiður að fá smjörþefinn af þessu. Ég fékk smá innspýtingu og er búinn að vera standa mig á undirbúningstímabilinu og í byrjun [seinni hluta] tímabilsins með Lyngby. Það kom mér á óvart að fá kallið en ég er rosalega stoltur að vera valinn," sagði Sævar Atli í viðtali í dag.

„Arnar spurði mig hvort ég væri klár, sagði að ég væri búinn að standa mig vel. Fyrsta hugsun var 'Jess!', við Íslendingarnir vorum í sánu, þetta var daginn eftir leikinn gegn Midtjylland, þá sá ég 'missed call'. Alfreð (Finnbogason) og Kolli (Kolbeinn Finnsson) voru með mér, þeir voru líka helvíti sáttir með þessi tíðindi. Þetta er ógeðslega gaman og gaman að fá að vita þetta þegar maður var með þeim."

Daginn áður skoraði Sævar Atli tvö mörk í sigrinum gegn Midtjylland. „Núna erum við búnir að vinna tvo leiki í röð, gegn Midtjylland og Bröndby sem eru tvö af stærstu þremur félögunum í Danmörku."

Fagmaðurinn Alfreð hjálpað mikið
Eftir verkefnið með landsliðinu í janúar, leyfði Sævar sér að hugsa að það væri möguleiki að kallið kæmi í mars?

„Í hreinskilni... þetta var ekki efst í huganum. Við erum í erfiðu verkefni í Lyngby, en Alfreð er búinn að halda mér smá á tánum að horfa í þetta, búinn að nefna að þetta sé möguleiki. Það er mikil samkeppni, rosalega mikið af hæfileikaríkum ungum leikmönnum í hópnum núna. Málið með mig er að ég veit varla hvaða stöðu ég spila sjálfur í dag, spila svo margar stöður og er látinn út um allt. Það hefur einhvern veginn alltaf verið þannig. Ég get leyst allar stöður, nema kannski miðvörð."

„Það var kannski núna upp á síðkastið sem ég horfði meira í þann möguleika að vera valinn, meira en ég gerði í janúar og febrúar."


Sævar nefndi Alfreð. Voru samtöl þeirra á milli að Sævar ætti að horfa í möguleikann á að vera í þessum landsliðshópi?

„Hann nefndi að ég væri búinn að vera standa mig vel, ætti að halda áfram og síðan veit maður aldrei hvað gerist, hvernig staðan er á öðrum leikmönnum. Mér finnst reyndar rosalega góð staða núna á landsliðshópnum, margir heilir og að spila vel. Þess vegna kom það mér dálítið á óvart að fá kallið, menn eru að spila mjög vel út um allan heim."

„Alfreð heldur mér á tánum varðandi margt, mataræðið, hvernig á að teygja eða lyfta. Hann hefur gengið í gegnum þetta allt. Ég er þannig, ég hugsa ekkert... ég fer bara út að spila fótbolta og legg mig 100% fram, en ég hugsa samt alveg vel um mig utan vallar. En ég mætti alveg gera betur í mörgu."


Það hefur komið Sævari á óvart hversu mikill fagmaður Alfreð er. „Hann er með allt á hreinu varðandi endurheimt, æfingar, mataræði. Það ætti ekki að koma mér svona á óvart því gæinn er búinn að vera í Bundesligunni öll þessi ár og í landsliðinu. Hann hjálpar mörgum í liðinu með þetta, menn spyrja hann oft varðandi svona hluti. Hann er búinn að kenna mér mikið og við ræðum oft hlutina þegar við erum saman í herbergi í útileikjum. Við í liðinu munum njóta góðs af honum út þetta ár og vonandi til lengri tíma líka."

Mjög sáttur við virkilega sterkan uppgang
Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Sævar Atli var kallaður inn í hópinn fyrir æfingaleikina í janúar. Núna er hann á leiðinni í leiki gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni EM. Hlutirnir gerast því hratt.

„Það er rosalega stutt á milli í þessu, ég var í Leikni í Pepsi fyrir einu og hálfu ári sirka. Það er búinn að vera mikill uppgangur hjá mér persónulega síðustu 3-4 ár myndi ég segja. Menn geta hitt á nokkra mánuði þar sem sjálfstraustið kemur, maður byrjar að mörk og þá kemur þetta. Þegar þú ert með sjálfstraust þá gerast mjög góðir hlutir, sjálfstraust er svo ógeðslega mikilvægt í fótbolta. Þetta er virkilega sterkur uppgangur og ég er mjög sáttur," sagði Sævar.

Hann segir að fyrsta símtalið eftir símtalið við Arnar hefði verið í föður sinn. „Hann sagði: „Mig grunaði þetta". Þetta kom honum ekki á óvart eins og mér."

Nánar er rætt við hann og má nálgast viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fagnaði þegar hann sá 'missed call' frá Arnari
Athugasemdir
banner
banner
banner