
Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í dag 24 manna hóp fyrir leiki gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024.
Fjórir leikmenn koma inn í hópinn frá síðasta verkefni sem fram fór í alþjóðlegum landsleikjaglugga og þrír detta úr hópnum.
Hér eru sjö leikmenn nefndir sem geta verið hvað svekktastir með að vera ekki í hópnum. Albert Guðmundsson er ekki á listanum þar sem landsliðsþjálfarinn segir hann ekki tilbúinn að koma inn á forsendum liðsins.
Fjórir leikmenn koma inn í hópinn frá síðasta verkefni sem fram fór í alþjóðlegum landsleikjaglugga og þrír detta úr hópnum.
Hér eru sjö leikmenn nefndir sem geta verið hvað svekktastir með að vera ekki í hópnum. Albert Guðmundsson er ekki á listanum þar sem landsliðsþjálfarinn segir hann ekki tilbúinn að koma inn á forsendum liðsins.
Sveinn Aron Guðjohnsen - Hefur verið í öllum hópum frá því í mars 2021. Þá var hann kallaður inn úr U21 landsliðinu fyrir einmitt leik gegn Liechtenstein. Augljóslega mjög hæfileikaríkur en hefur vantað að sýna virkilega góðar frammistöður með landsliðinu. Er á meðal varamanna fyrir komandi verkefni.
Hákon Rafn Valdimarsson - Aðalmarkvörður Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni. Gæti horft í að varamarkvörður Midtjylland, Elías Rafn Ólafsson, er í hópnum en ekki hann.
Birkir Bjarnason - Leikjahæsti leikmaður liðsins og hefur alltaf svarað kallinu, ekki verið í hóp með félagsliði sínu að undanförnu og er að reyna losna þaðan.
Willum Þór Willumsson - Hefur spilað vel í Hollandi á tímabilinu en hefur misst úr vegna meiðsla, hefur ekki spilað í þremur síðustu leikjum. Margir sem bíða eftir að sjá Willum með landsliðinu.
Guðmundur Þórarinsson - Stóð sig vel í síðustu undankeppni en hefur eftir það ekki verið valinn. Ekki hægt að segja að hann hafi spilað sig úr hópnum. Er á meðal varamanna í þessu verkefni.
Dagur Dan Þórhallsson - Er að spila vel með Orlando í Bandaríkjunum, stóð sig vel í janúarverkefninu og er á góðri vegferð með sinn feril. Er á meðal varamanna í þessum hópi.
Athugasemdir