Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 16:38
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern strax farið að sakna Neuer - Plea skoraði þrennu fyrir Gladbach
Benedict Hollerbach skoraði jöfnunarmark Union
Benedict Hollerbach skoraði jöfnunarmark Union
Mynd: EPA
Alassane Plea skoraði þrennu fyrir Gladbach
Alassane Plea skoraði þrennu fyrir Gladbach
Mynd: EPA
Bayern München, topplið þýsku deildarinnar, tapaði stigum í titilbaráttunni er liðið gerði 1-1 jafntefli við Union Berlín í höfuðborginni í dag.

Lærisveinar Vincent Kompany voru að tapa stigum annan leikinn í röð.

Bayern skapaði sér mörg góð færi. Michael Olise skaut rétt framhjá og þá setti Serge Gnabry boltann yfir úr góðu færi áður en Frederik Ronnow varði frá honum stuttu síðar.

Ronnow var aftur kallaður á vaktina snemma í síðari hálfleik er Harry Kane skaut aukaspyrnu á markið og sá Ronnow við honum.

Bayern fann loks netmöskvana þegar stundarfjórðungur var eftir er Leroy Sane laumaði sér fram fyrir Jeong Woo-Yeong og hljóp á fyrirgjöf Josip Stanisic og skoraði.

Heimamenn náðu í óvænt jöfnunarmark tíu mínútum síðar er er Jonas Urbig, markvörður Bayern, varði fyrirgjöf út í teiginn á Benedict Hollerbach sem skoraði. Hræðilega gert hjá Urbig sem er að leysa af í fjarveru Manuel Neuer. Liðið hefur nú tapað stigum í síðustu tveimur leikjum og Urbig spilað báða.

Lokatölur í Berlín 1-1. Bayern er áfram á toppnum með 62 stig, níu stigum á undan Bayer Leverkusen sem á nú möguleika á að gera titilbaráttuna spennandi.

Alassane Plea skoraði þá þrennu í 4-2 sigri Borussia Mönchengladbach á Werder Bremen, Frakkinn verið einn af bestu leikmönnum Gladbach síðustu ár og minnti rækilega á sig í þessum leik.

Tíu leikmenn Mainz náðu að taka stig gegn Freiburg í 2-2 jafntefli og þá lagði Augsburg lið Wolfsburg, 1-0.

Werder 2 - 4 Borussia M.
0-1 Alassane Plea ('7 , víti)
0-2 Alassane Plea ('28 )
1-2 Romano Schmid ('39 )
2-2 Andre Silva ('45 , víti)
2-3 Alassane Plea ('47 )
2-4 Tim Kleindienst ('81 )

Augsburg 1 - 0 Wolfsburg
1-0 Phillip Tietz ('53 )

Mainz 2 - 2 Freiburg
1-0 Jonathan Michael Burkardt ('34 )
1-1 Michael Gregoritsch ('58 )
2-1 Andreas Hanche-Olsen ('74 )
2-2 Lukas Kubler ('79 )
Rautt spjald: Dominik Kohr, Mainz ('43)

Union Berlin 1 - 1 Bayern
0-1 Leroy Sane ('75 )
1-1 Benedict Hollerbach ('84 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 26 19 5 2 75 24 +51 62
2 Leverkusen 25 15 8 2 55 30 +25 53
3 Mainz 26 13 6 7 44 28 +16 45
4 Eintracht Frankfurt 25 12 6 7 51 39 +12 42
5 RB Leipzig 26 11 9 6 41 33 +8 42
6 Freiburg 26 12 6 8 36 38 -2 42
7 Gladbach 26 12 4 10 43 40 +3 40
8 Wolfsburg 26 10 8 8 49 40 +9 38
9 Augsburg 26 10 8 8 29 35 -6 38
10 Stuttgart 25 10 7 8 44 39 +5 37
11 Dortmund 26 10 5 11 45 41 +4 35
12 Werder 26 9 6 11 40 53 -13 33
13 Union Berlin 26 7 6 13 23 39 -16 27
14 Hoffenheim 26 6 8 12 32 48 -16 26
15 St. Pauli 26 7 4 15 20 30 -10 25
16 Bochum 25 5 5 15 26 49 -23 20
17 Holstein Kiel 25 4 5 16 37 61 -24 17
18 Heidenheim 25 4 4 17 28 51 -23 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner