„Þetta er bara geggjuð tilfinning, gott að byrja mótið á þremur stigum.'' segir Freyja Karín Þorvarðardóttir, leikmaður Þróttar, eftir 3-1 sigur gegn Fram í 1. umferð Bestu Deild kvenna.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 1 Fram
Freyja Karín skoraði tvö mörk í leiknum í dag og áttu Framarar í erfiðleikum með hana.
„Það er alltaf gott að geta komið sér inn á markalistann, mér finnst bara sterkt að byrja deildinna svona með tveim mörkum.''
Það hefur verið slúðrað um að Þróttur ætla sér að kaupa nýjan framherja, þú hefur kannski sett strik yfir það?
„Ég ætla nú að vona það,''
Hvað ætlar Þróttur sér í ár?
„Alltaf bara tiltilbarátta. Við ætlum að vera á toppnum og stríða þessum efstu liðum. Við erum með virkilega gott lið, sterka einstaklinga og góða heild,''
Athugasemdir