Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. maí 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeildin - Egill Ploder velur sitt lið
Lið Egils.
Lið Egils.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Það styttist með hverjum deginum í Pepsi Max-deildina. Egill Ploder, útvarpsmaður á FM957, er búinn að velja sitt lið í Draumaliðsdeild Eyjabita.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

„Nafnið á liðinu er Xpl0der. Það er gaming nafnið mitt. Það væri hægt að horfa á þetta sem einhversskonar rafíþrótt og ég stend og fell með nafninu. Núllið í miðjunni setur punktinn yfir i-ið," sagði Egill. Xpl0der spilar 3-4-3 sem mér finnst líklegasta leiðin í stigasöfnun í þessu."

„Beitir er í markinu. Ég spái því að KR-ingar verði duglegir að halda hreinu í sumar."

„Vörnin er rosalega sóknarsinnuð með Ragnar Braga og Kennie Chopart. Davíð Atla er svo besti varnarmaður deildarinnar. Auto inni."

„Á miðjunni höfum við svo menn sem skora og leggja upp. Menn sem spila flestir framarlega á vellinum. Björn Daníel hefur svo alltaf verið minn maður. Ekki möguleiki að hafa hann út úr liðinu."

„Þrjár markamaskínur í framlínunni og loyalty fyrirliðaband á Pétri Theódór sem mun alltaf skila inn helling af mörkum í sumar."


Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Draumaliðsdeildin - Gunni Birgis velur sitt lið
Draumaliðsdeildin - Böddi löpp velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner