Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. maí 2021 18:51
Victor Pálsson
3. deild: KFG byrjar á sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFG spilaði sinn fyrsta leik í 3. deildinni í kvöld en fyrsta leik liðsins í mótinu gegn Tindastól var frestað.

KFG byrjar mótið á sigri en liðið vann Einherja í kvöld 2-0 með mörkum frá Jóhanni Ólafi Jóhannssyni og Guðjóni Viðarssyni Scheving.

Víðir vann lið KFS á sama tíma með þremur mörkum gegn tveimur og fékk sín þrjú fyrstu stig. Aaron Spear var á meðal markaskorara Víðis.

ÍH og Dalvík Reynir gerðu þá 3-3 jafntefli og Elliði vann lið Sindra með þremur mörkum gegn tveimur.

Einherji 0 - 2 KFG
0-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson('43)
0-2 Guðjón Viðarsson Scheving('90)

Víðir 3 - 2 KFS
1-0 Elís Már Gunnarsson('17)
1-1 Ásgeir Elíasson(víti, 30')
2-1 Aaron Spear('49)
2-2 Ásgeir Elíasson('56)
3-2 Sigurður Þór Hallgrímsson('74)

ÍH 3 - 3 Dalvík/Reynir
1-0 Kristján Ólafsson('20)
1-1 Gunnar Örvar Stefánsson(víti, 38')
1-2 Gunnar Örvar Stefánsson(víti, 40')
2-2 Andri Þór Sólbergsson('58)
3-2 Andri Þór Sólbergsson('85)
3-3 Markaskorara vantar
Rautt spjald: Stefán Þór Jónsson('90, ÍH)

Sindri 2 - 3 Elliði
Athugasemdir
banner
banner