Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   sun 15. maí 2022 13:11
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tottenham vann mikilvægan leik gegn Burnley
Mynd: EPA

Tottenham 1 - 0 Burnley
1-0 Harry Kane ('45, víti)


Tottenham er komið uppfyrir erkifjendurna í Arsenal og í Meistaradeildarsæti eftir sigur gegn fallbaráttuliði Burnley í fyrsta leik dagsins.

Tottenham byrjaði betur en gestirnir unnu sig inn í leikinn og virtust leikmenn ætla að ganga til búningsklefa í hálfleik í stöðunni 0-0 en svo var ekki því VAR herbergið hafði eitthvað að segja.

Boltinn fór í hendi Ashley Barnes innan vítateigs og skoraði Harry Kane örugglega af vítapunktinum, hans 21. vítaspyrnumark í röð án þess að klúðra. Ansi ódýr vítaspyrna en reglurnar tala sínu máli og leiddi Tottenham 1-0 í hálfleik.

Burnley byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og átti Barnes bylmingsskot í stöngina áður en Hugo Lloris varði vel en það voru heimamenn sem fengu betri færi er tók að líða á leikinn.

Nick Pope átti stórleik á milli stanganna þar sem hann varði nokkur dauðafæri meðal annars frá Kane og Heung-min Son og hélt Burnley í leiknum allt til enda en lokatölur urðu 1-0.

Tottenham er tveimur stigum fyrir ofan Arsenal sem á leik til góða á útivelli gegn Newcastle mánudagskvöldið.

Burnley er aftur á móti aðeins fyrir ofan fallsvæðið á markatölu og getur misst Leeds framúr sér í dag. Þetta var annar tapleikur liðsins í röð eftir frábæra sigurhrinu.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner