Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 15. maí 2024 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ásdís Karen skoraði í sigri - Sittard tapaði í undanúrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fortuna Sittard
Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Lilleström sem tók á móti Stabæk í efstu deild kvenna í Noregi og úr varð spennandi leikur sem bauð upp á mikla skemmtun.

Það tók Ásdísi tæpar tíu mínútur að skora fyrsta mark leiksins og var staðan 2-1 í leikhlé. Lilleström komst í 3-1 áður en Stabæk tókst að minnka muninn.

Hin norska Íris Ómarsdóttir lék allan leikinn í liði Stabæk og lagði hún seinna mark liðsins upp á 87. mínútu. Það dugði þó ekki til og urðu lokatölur 3-2 fyrir Lilleström, sem er með 15 stig eftir 8 umferðir. Stabæk er með 12 stig eftir 9 umferðir.

Natasha Moraa Anasi var þá ónotaður varamaður er Brann gerði 1-1 jafntefli við Roa. Brann er í þriðja sæti eftir jafnteflið, með 16 stig úr 7 leikjum.

Vålerenga og Rosenborg áttust þá við í toppslag og höfðu gestirnir frá Rosenborg betur. Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar með 21 stig eftir 8 umferðir.

Sædís Rún Heiðarsdóttir er samningsbundin Vålerenga en tók ekki þátt í tapinu.

Að lokum voru Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros í byrjunarliði Fortuna Sittard sem steinlá á útivelli gegn FC Twente í undanúrslitaleik hollenska efstudeildar bikarsins.

Twente er besta liðið í Hollandi um þessar mundir og vann 3-0 sigur.

Lilleström 3 - 2 Stabæk
1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('10)
1-1 M. Bjanesoy ('19)
2-1 K. Jorgensen ('36)
3-1 T. Pedersen ('70)
3-2 A. Anderdal ('87)

Brann 1 - 1 Roa

Valerenga 0 - 1 Rosenborg

Twente 3 - 0 Sittard

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner