mið 15. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Spurs og City: Haaland, De Bruyne og Ortega bestir
Ortega varði meistaralega frá Dejan Kulusevski og Son Heung-min til að halda forystunni.
Ortega varði meistaralega frá Dejan Kulusevski og Son Heung-min til að halda forystunni.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland skoraði bæði mörkin er Manchester City lagði Tottenham á útivelli í gríðarlega mikilvægum slag í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Sky Sports gaf leikmönnum einkunnir eftir þennan spennandi stórleik og var Haaland valinn sem besti maður vallarins, með 8 í einkunn.

Kevin De Bruyne átti góðan leik og gaf stoðsendingu í fyrra markinu og fékk einnig 8 í einkunn, alveg eins og varamarkvörðurinn Stefan Ortega. Ortega kom inn af bekknum eftir höfuðmeiðsli Éderson í síðari hálfleik og varði hann meistaralega í tvígang til að halda eins marks forystu Man City fram að 90. mínútu, þegar Haaland innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu.

Í liði Tottenham voru Pedro Porro, Rodrigo Bentancur og Pierre-Emile Höjbjerg verstir þar sem þeir fengu 5 í einkunn fyrir sinn þátt í tapinu.

Tottenham: Vicario (7), Porro (5), Romero (6), Dragusin (7), Van de Ven (6), Hojbjerg (5), Bentancur (5), Sarr (6), Maddison (7), Johnson (7), Son (6).
Varamenn: Kulusevski (7), Lo Celso (6), Skipp (6)

Man City: Ederson (7), Walker (7), Akanji (7), Dias (7), Gvardiol (7), Rodri (7), Kovacic (7), De Bruyne (8), Silva (7), Foden (7), Haaland (8).
Varamenn: Ortega (8), Doku (7), Alvarez (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner