Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 09:30
Arnar Daði Arnarsson
„Til hvers sækir Fjölnir sér markmann frá Fram?"
Atli Gunnar Guðmundsson markvörður Fjölnis.
Atli Gunnar Guðmundsson markvörður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég ætti að spá tveimur liðum upp um deild þá væri það Víkingur Ólafsvík og Fjölnir, liðin sem eru í topp tveimur sætunum eins og staðan er," sagði Úlfur Blandon þegar hann var beðinn um að spá fyrir um það hvaða lið eru líklegust til að fara upp í Pepsi Max-deildina.

Úlfur og Baldvin Már Borgarson voru gestir Inkasso-hornsins þar sem farið var yfir stöðuna í Inkasso-deild karla.

„Fjölnir er auðvitað bara Pepsi-deildarlið með Pepsi-deildar umgjörð og Pepsi-deildar mannskap. Það er alveg hægt að ætlast til meira af þeim. Ég held að þeir þurfi að skoða hjá sér stöðugleikann. Þeir hafa fengið á sig dálítið mikið af mörkum en að sama skapi líka skorað 13 mörk," sagði Úlfur í þættinum um Fjölnisliðið.

„Ég hef fulla trú á því að Ási múri fyrir og sæki þessi stig sem vantar. Þeir eru klárlega með hópinn í það og sýna það á köflum að þeir geta spilað flottan fótbolta. Þetta lið á og verður í toppbaráttunni það er bara spurning hvenær þetta smellur allt saman."

Baldvin Már var ósammála Úlfi og spáir Víkingi Ólafsvík og Þór upp.

„Fjölnismenn eru búnir að vera slakir á móti Gróttu og skelfilegir á móti Víkingi Ó. á heimavelli eiga þeir varla færi og Ólsarar voru miklu betri," sagði Baldvin og hélt áfram.

„Miðað við það sem Fjölnismenn eru að leggja í þetta þá er þetta lélegt. Þeir eru með Rasmus Christiansen og fengu Albert Brynjar Ingason. Þeir eru með Bergsvein Ólafs., Guðmund Karl. Þeir töluðu um það fyrir tímabilið þegar þeir fengu Ása inn og ætluðu að vera með þá stefnu að þeir ætluðu að spila á ungum heimastrákum. Þeir eru að spila á Jóhanni Árna og Orri Þórhallsson er að fá séns og Kristófer Óskar."

„En ég skil ekki til dæmis eins og núna. Ef staðan er sú að ef Fjölnir ætlar að spila á heimastrákum og liðið er í Inkasso-deildinni og Fjölnir er með einn efnilegasta markmann landsins frystann á bekknum og spilar 2.flokks leiki. Afhverju spilar hann ekki? Til hvers að sækja sér markmann frá Fram? Ég er mjög ósammála þessu, þarna vil ég bara sjá Sigurjón Darra í markið. Ég skil alveg að þú takir ekki sénsinn í Pepsi-deildinni og hendir einhverjum gutta í markið þar en afhverju ekki að gera þetta í Inkasso-deildinni?" spyr Baldvin Már að lokum.

Hlustaðu á nýjasta þátt Inkasso-hornsins hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner