Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. júní 2022 23:36
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum fyrirliði Rússlands um stríðið: Þetta er katastrófa
Igor Denisov
Igor Denisov
Mynd: Getty Images
Igor Denisov, fyrrum fyrirliði rússneska landsliðsins, hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst stríðinu í Úkraínu sem hörmungum.

Vladímir Pútin, forseti Rússlands, sendi her sinn til Úkraínu í febrúar og hóf þar innrás en stríðið hefur geisað yfir í fjóra mánuði og virðist því ekki ætla að linna.

Rússneski fótboltamaðurinn Fedor Smolov varð fyrsti fótboltamaðurinn til að mótmæla stríðinu við Úkraínu en mikil áhætta fylgir því að fara gegn rússneska ríkinu sem hefur til þessa nýtt sér miðla sem eru hliðhollir ríkisstjórninni og dreift fölskum fregnum af stríðinu.

Íþróttamenn gætu átt yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að tala gegn stríðinu og jafnvel hlotið verri meðferð.

Denisov, sem spilaði með Smolov í rússneska landsliðinu, og var meðal annars fyrirliði þess um árabíl hefur nú stigið fram og kallað þetta algjöran hrylling.

„Þessir atburðir eru algjör katastrófa. Þetta er algjör hryllingur og ég veit það ekki, kannski verð ég fangelsaður eða drepinn fyrir að segja þetta en ég er að segja hlutina eins og þeir eru," sagði Denisov við Nobel.
Athugasemdir
banner
banner
banner