Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 16:15
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Grindavík vann í Breiðholti - Tíu Dalvíkingar héldu hreinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrstu leikjum dagsins er lokið í Lengjudeild karla, þar sem Grindavík vann góðan sigur á útivelli gegn Leikni R.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 Grindavík

Einar Karl Ingvarsson kom Grindvíkingum yfir snemma leiks, eftir mistök í varnarlínu Leiknismanna.

Breiðhyltingar svöruðu fyrir sig með jöfnunarmarki á 23. mínútu, þegar Shkelzen Veseli kláraði laglega eftir góða fyrirgjöf frá Aroni Einarssyni.

Staðan var jöfn eftir bragðdaufan fyrri hálfleik en Dennis Nieblas kom Grindavík yfir á nýjan leik í síðari hálfleik, með skalla eftir glæsilega aukaspyrnu frá Ion Perelló.

Það var lítið að frétta eftir markið þar sem leikurinn einkenndist af miklu miðjumoði, áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson tvöfaldaði forystu Grindvíkinga á 84. mínútu.

Dagur skoraði eftir frábæra sókn gestanna, en heimamenn minnkuðu muninn aftur niður í eitt mark skömmu síðar. Þar var Róbert Quental Árnason, sem var sprækasti leikmaður Leiknis í dag, á ferðinni með frábæru skoti í fjærhornið.

Leiknismenn lögðu allt í sóknina í uppbótartímanum en þeim tókst ekki að jafna viðureignina. Lokatölur urðu því 2-3 fyrir Grindavík.

Þetta er fyrsti sigur Grindvíkinga í sumar og klifrar liðið upp um nokkur sæti á stöðutöflunni og heldur núna í 7 stig eftir 6 umferðir.

Leiknismenn verma áfram botnsæti deildarinnar, með 3 stig eftir 7 umferðir.

Leiknir R. 2 - 3 Grindavík
0-1 Einar Karl Ingvarsson ('4)
1-1 Shkelzen Veseli ('23)
1-2 Dennis Nieblas ('59)
1-3 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('84)
2-3 Róbert Quental Árnason ('88)

Dalvík/Reynir gerði þá jafntefli á heimavelli gegn Keflavík, en Dalvíkingar gerðu vel að ná í stig eftir að hafa spilað stærsta hluta leiksins einum leikmanni færri.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 - 0 Keflavík

Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu meðal annars skot í slá en þeim tókst ekki að skora.

Leikmenn Dalvíkur gerðu lítið marktækt á heimavelli fyrr en Amin Guerrero Touiki var rekinn af velli með beint rautt spjald fyrir að kýla í punginn á Gunnlaugi Fannari Guðmundssyni, leikmanni Keflavíkur, sem lá eftir í jörðinni.

Tíu Dalvíkingar komust inn í leikhléð með stöðuna markalausa og undirbjuggu sig fyrir afar erfiðan seinni hálfleik.

Keflavík var áfram með yfirhöndina eftir leikhléð en þeim tókst ekki að setja boltann í netið framhjá Franko Lalic. Lokatölur urðu því 0-0.

Dalvík/Reynir 0 - 0 Keflavík
Rautt spjald: Amin Guerrero Touiki, Dalvík ('42)
Athugasemdir
banner
banner
banner