
„Maður hefur beðið eftir þessu lengi og það er rosalega mikil spenna í hópnum. Við erum tilbúnar í þetta," sagði Sandra María Jessen leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í viðtali fyrir fyrstu æfingu liðsins í Ermelo í Hollandi í dag.
Sandra María missti af síðasta Evrópumóti vegna meiðsla og það leit ekki út fyrir það að hún næði þessu móti í upphafi árs þegar hún meiddist á Algarve-mótinu.
Sandra María missti af síðasta Evrópumóti vegna meiðsla og það leit ekki út fyrir það að hún næði þessu móti í upphafi árs þegar hún meiddist á Algarve-mótinu.
„Ég hef beðið eftir þessu í mörg ár. Ég missti af síðasta EM vegna meiðsla og þetta er kærkomið að það sé loksins komið að þessu og ég held að ég sé ekki sú eina sem segi það."
„Það er extra sætt núna og líka eftir það sem gerðist á Algarve-mótinu þá voru ekki margir sem voru að búast við því og ég ekki alveg sjálf. En ég er því mjög stolt að hafa náð því að komast hingað," sagði Sandra sem segist vera orðin 100%.
„Ég finn ekki neitt til. Þetta er ekkert sem ég er að pæla í og hugurinn er núna á EM."
Sandra María segir að gærdagurinn hafi verið ógleymanlegur.
„Maður þurfti alveg að halda aftur af tárunum, ég get alveg viðurkennt það. Þetta var rosalega skemmtilegur dagur og ég á ekki eftir að gleyma þessum degi. Þetta er eitthvað sem okkur öllum þykir rosalega vænt um."
„Við finnum að öll þjóðin er með okkur í þessu og það er er eins og maður segir oft, tólfti maðurinn á vellinum. Ég veit að það eiga margir eftir að mæta á leikina og það gefur okkur mikið.
Athugasemdir