Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 13:50
Arnar Daði Arnarsson
Þórdís Hrönn: Pressan er á þeim
Þórdís Hrönn.
Þórdís Hrönn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór/KA og Valur mætast í 10. umferð Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Þór/KA er í 3. sæti deildarinnar með 17 stig á meðan Valur er á toppi deildarinnar með 25 stig, jafn mörg stig og Breiðablik en með betri markatölu.

„Leikurinn leggst gríðalega vel í okkur. Við áttum frábæran leik í síðustu umferð og ætlum við að byggja ofan á það. Það er alltaf gaman að mæta Val og býst ég við hörkuleik. Þær vilja halda sínu toppsæti og munu leggja allt í þennan leik og við viljum halda í við toppliðin til að eiga séns á titlinum þannig það þýðir ekkert annað en sigur hjá okkur," sagði Þórdís Hrönn miðjumaður Þórs/KA.

Þessi sömu lið mættust í Mjólkurbikarnum fyrir rúmlega tveimur vikum þar sem Þór/KA hafði betur 3-2 í hörkuleik.

„Þær munu klárlega mæta tvíefldar þar sem tapið í bikarnum hlýtur að hafa verið smá skellur og einnig fyrsta tapið þeirra í sumar. Þær munu ekki gefa neitt eftir en við sýndum það í þeim leik að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild. Pressan er þó á þeim þar sem þær mega ekki misstíga sig í þessari toppbaráttu en á sama tíma þá mætum við skipulagðar og peppaðar í þennan leik og vitum að við getum unnið þær."

„Það er aldrei síðasti séns í deildinni þar sem öll lið geta tapað stigum. Við ætlum okkur að halda í við toppliðin og þá auðvitað er þessi leikur gríðarlega mikilvægur til þess að ná því. Fyrst og fremst þurfum við að fókusera á okkur og klára okkar leiki þá kemur í ljós hvar við endum í lok tímabils," sagði Þórdís Hrönn að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Leikir í 10. umferðinni:
Mánudagur:
18:00 Þór/KA - Valur
19:15 Keflavík - Fylkir
19:15 Selfoss - Stjarnan

Þriðjudagur:
18:00 Breiðablik - ÍBV
19:15 KR - HK/Víkingur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner