Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 15. júlí 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Özil: Ég er klár í slaginn
Mesut Özil, launahæsti leikmaður í sögu Arsenal, segist klár í að mæta Liverpool í kvöld en hann hefur ekki verið í myndinni hjá Mikel Arteta síðan deildin fór aftur af stað.

Özil hefur verið í frystikistunni hjá Arsenal frá því deildin fór aftur af stað en hann á enn ár eftir af samningi sínum hjá félaginu.

Arteta hefur verið óánægður með viðhorf hans og því ekki haft hann í hópnum.

Hann hefur haldið því fram að Özil sé ekki í nægilega góðu formi til að vera í hópnum en Özil hefur svarað þessu á Twitter.

Özil segist klár í slaginn en það er þó töluvert líklegra að Arsenal semji um starfslok við hann á næstu vikum en að hann spili í leikjunum sem eftir eru.


Athugasemdir
banner