Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 15. júlí 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marseille vinnur að samkomulagi við Greenwood
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Enski kantmaðurinn Mason Greenwood er á leið til franska félagsins Olympique Marseille fyrir rúmlega 30 milljónir evra.

Greenwood er 22 ára kantmaður sem þótti gríðarlega efnilegur hjá Manchester United og enska landsliðinu en var útskúfaður úr enska boltanum eftir ofbeldismál sem spratt upp á yfirborðið, þar sem þótti svo gott sem sannað að Greenwood væri að beita kærustu sína andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Kærasta hans birti færslur sem innihéldu myndir og hljóðupptökur af ofbeldinu og slitu þau sambandinu, en hófu það svo aftur.

Greenwood missti af hluta tímabilsins 2021-22 og öllu 2022-23 tímabilinu vegna málsins og var að lokum lánaður til Getafe í spænska boltanum fyrir síðustu leiktíð. Ekki var dæmt í máli Greenwood vegna þess að hann náði sáttum við kærustu sína, sem lét kæruna falla niður, og þau hófu samband sitt á ný.

Greenwood var besti leikmaður Getafe á síðustu leiktíð og á hann eitt ár eftir af samningi sínum við Man Utd. Hann er afar eftirsóttur í Evrópu og hefur Roberto De Zerbi, nýráðinn þjálfari Marseille, sérstaklega miklar mætur á honum.

Manchester United er sagt vera búið að samþykkja tilboð í Greenwood og nú þarf Marseille að ná samkomulagi við leikmanninn um launamál.

Lazio lagði einnig fram tilboð í Greenwood en það er ekki jafn gott og tilboðið frá Marseille. Man Utd mun því ekki samþykkja tilboðið frá Lazio nema að Greenwood nái ekki samkomulagi við Marseille um launamál.
Athugasemdir
banner
banner