Enski landsliðsmaðurinn Luke Shaw bað stuðningsmenn ensku þjóðarinnar afsökunar eftir 2-1 tapið gegn Spáni í úrslitum Evrópumótsins í gær.
Shaw kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir úrslitaleikinn eftir að hafa verið á bekknum í öllum öðrum leikjum mótsins.
Hann var frábær í fyrri hálfleiknum og virtist vera algerlega með Lamine Yamal í vasanum, en Spánverjar fundu glufur í þeim síðari og kláruðu dæmið.
„Ég er algerlega niðurbrotinn. Það er ekki mikið meira sem ég get sagt. Við höfðum mikla trú á því að við gætum þetta en það rættist ekki úr því.“
„Gareth er ótrúlega stoltur af liðinu og því sem við afrekuðum sem liðsheild, en auðvitað var ekki margt annað sem hann gat sagt. Það eru allir í rusli yfir þessu.“
„Mér fannst við hafa mikla trú á þessu og þá verðskulduðu stuðningsmennirnir þetta. Ég vil bara þakka þeim fyrir stuðninginn og eina sem ég get gert er að biðja þá afsökunar,“ sagði Shaw.
Athugasemdir