Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 15. júlí 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sturluð frammistaða Natöshu - „Sýnir á hvaða stað hún er"
Icelandair
Natasha eftir leikinn gegn Þýskalandi.
Natasha eftir leikinn gegn Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha með dóttur sinni eftir leikinn.
Natasha með dóttur sinni eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Anasi byrjaði frekar óvænt þegar Ísland vann magnaðan 3-0 sigur gegn Þýskalandi síðasta föstudag.

Natasha er fædd í Texas í Bandaríkjunum en hefur verið á Íslandi síðan að hún kom í ÍBV á 2014 tímabilinu. Hún hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2019 og var að spila sinn sjötta landsleik gegn Þjóðverjum. Hún meiddist illa á síðasta ári og var á föstudag að spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2022.

Hún átti frábæran leik í vinstri bakverðinum og lék mikilvægt hlutverk í ótrúlegum sigri Íslands.

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem er ein stærsta stjarna landsliðsins, spilaði með Nathöshu í Keflavík frá 2017 til 2019 en hún var eftir leikinn spurð út í frammistöðu Nathöshu.

„Hún var sturluð," sagði Sveindís einfaldlega.

„Hún var ekki að spila á móti einhverjum lélegum leikmönnum. Þetta sýnir á hvaða stað hún er í dag. Hún hefur alltaf verið svona góð og ég hef alltaf haft trú á henni."

„Ég var mjög ánægð að hún fékk að byrja inn á. Hún tók kallið mjög vel og gefur Steina aðeins meiri hausverk þegar hann velur næst liðið. Ég er mjög stolt af henni."

Ísland mætir Póllandi annað kvöld og er Natasha svo sannarlega búinn að gefa landsliðsþjálfaranum fleiri valkosti þegar kemur að því að velja liðið.

Natasha yfirgaf nýverið norska félagið Brann og er líklega að ganga í raðir Íslandsmeistara Vals.
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Athugasemdir
banner
banner