City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   lau 15. ágúst 2015 18:42
Alexander Freyr Tamimi
Kristinn Freyr: Fagnað til hádegis
Kristinn Freyr átti góðan leik og hefði með heppni getað skorað.
Kristinn Freyr átti góðan leik og hefði með heppni getað skorað.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kristinn Freyr Sigurðsson var eðlilega í skýjunum eftir 2-0 sigur Vals gegn KR í bikarúrslitum á Laugardalsvellinum í dag.

Valsmenn unnu sanngjarnan sigur þökk sé mörkum frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni og Kristni Inga Halldórssyni og gleðin var mikil eftir lokaflautið.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 KR

„Við erum svona þokkalega sáttir með þetta. Nei við erum drulluánægðir, að sjálfsögðu erum við ánægðir, við vorum að vinna KR í bikarúrslitaleik. Sem Valsmaður verður það ekki sætara en það. Þetta eru stærstu lið Reykjavíkur og hafa verið í mörg mörg ár. Þetta var draumaúrslitaleikur held ég og við kláruðum þetta í dag, sem er eins gaman og það gerist," sagði Kristinn Freyr við Fótbolta.net.

„Ég er ekki frá því að þetta var sanngjarnt í dag. Ég á dauðafæri, Haukur á dauðafæri, Bjarni á dauðafæri. Svo skorar Bjarni og svo skorar Stinni."

„Að sjálfsögðu var ég það (svekktur að klúðra), en það þýðir ekki að pæla í því í langan tíma eftir það. Leikurinn heldur áfram og eins og gerist, þá skorum við þessi tvö í dag."

„Þegar Stinni skoraði, þá fann maður að þeir voru ekki að koma til baka."


Valsmenn ætla sannarlega að fagna titlinum að sögn Kristins.

„Í kvöld og í nótt og líklega bara til hádegis, ég er ekki frá því. Bara hvað menn endast."
Athugasemdir
banner