
Kristinn Freyr Sigurðsson var eðlilega í skýjunum eftir 2-0 sigur Vals gegn KR í bikarúrslitum á Laugardalsvellinum í dag.
Valsmenn unnu sanngjarnan sigur þökk sé mörkum frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni og Kristni Inga Halldórssyni og gleðin var mikil eftir lokaflautið.
Valsmenn unnu sanngjarnan sigur þökk sé mörkum frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni og Kristni Inga Halldórssyni og gleðin var mikil eftir lokaflautið.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 KR
„Við erum svona þokkalega sáttir með þetta. Nei við erum drulluánægðir, að sjálfsögðu erum við ánægðir, við vorum að vinna KR í bikarúrslitaleik. Sem Valsmaður verður það ekki sætara en það. Þetta eru stærstu lið Reykjavíkur og hafa verið í mörg mörg ár. Þetta var draumaúrslitaleikur held ég og við kláruðum þetta í dag, sem er eins gaman og það gerist," sagði Kristinn Freyr við Fótbolta.net.
„Ég er ekki frá því að þetta var sanngjarnt í dag. Ég á dauðafæri, Haukur á dauðafæri, Bjarni á dauðafæri. Svo skorar Bjarni og svo skorar Stinni."
„Að sjálfsögðu var ég það (svekktur að klúðra), en það þýðir ekki að pæla í því í langan tíma eftir það. Leikurinn heldur áfram og eins og gerist, þá skorum við þessi tvö í dag."
„Þegar Stinni skoraði, þá fann maður að þeir voru ekki að koma til baka."
Valsmenn ætla sannarlega að fagna titlinum að sögn Kristins.
„Í kvöld og í nótt og líklega bara til hádegis, ég er ekki frá því. Bara hvað menn endast."
Athugasemdir