Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 15. ágúst 2022 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Álitsgjafar rýna í stórleikinn - „Menn geta bara hvílt sig eftir mótið"
Það verður hart barist í kvöld
Það verður hart barist í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann fyrri leikinn í sumar
Breiðablik vann fyrri leikinn í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur varð tvöfaldur meistari í fyrra
Víkingur varð tvöfaldur meistari í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Ágústsson
Hörður Ágústsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Óli
Kristján Óli
Mynd: Úr einkasafni
Sverrir Mar
Sverrir Mar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fer fram stórleikur í Bestu deild karla þegar Breiðablik tekur á móti Víkingi. Átta stig skilja liðin að, Breiðablik er á toppi deildarinnar en Víkingur er í 3. sæti og á leik til góða. Þessi lið börðust um titilinn í lokaumferðunum á síðustu leiktíð og gæti það aftur orðið raunin í ár.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kópavogsvelli og fékk Fótbolti.net þrjá álitsgjafa til að rýna í leikinnn í kvöld.

1. Er meira undir en bara þrjú stig í kvöld?
2. Er einhver ákveðin sögulína, eða einhver rimma innan eða utan vallar, í leiknum í kvöld sem þú munt fylgjast spenntur með?
3. Er eitthvað sem getur komið í veg fyrir að Breiðablik verði meistari ef liðið vinnur í kvöld?
4. Mun framlengingin gegn Lech sitja í Víkingi?
5. Gefum okkur að Ísak spili ekki, hvernig mun Breiðablik leysa hans fjarveru?
6. Hvernig spáiru leiknum?




Kristján Óli Sigurðsson - Stuðningsmaður Breiðabliks

1. „Frábær spurning. Ef að Blikar klára þennan leik þá eru þeir komnir með 7 fingur á titilinn að mínu mati. Heimavallarárangur þeirra segir manni að svo verði en Víkingar vita það líka að ef þeir ætla að eiga séns á að verja titilinn þá þurfa þeir að sækja stigin 3."

2. „Það verður gaman að sjá hvernig Karl Friðleifur og Daniel Djuric standa sig gegn uppeldisfélaginu sem fannst það ekki hafa not fyrir þá. Þeir munu gera allt til þess að láta Blikana sjá eftir þeim ákvörðunum."

3. „Nei ekki að mínu mati þá er þetta nánast klárt en þeir vita líka að ef þeir tapa er nóg eftir af mótinu fyrir nokkur lið að ná þeim."

4. „Það held ég ekki. Víkingsliðið er það lið sem mér finnst í hvað bestu formi ásamt Blikunum og menn geta bara hvílt sig eftir mótið."

5. „Hann spilar, engar áhyggjur af öðru."

6. „2-1 fyrir Blikum Gísli og Jason Daði með mörkin en Djuric klórar í bakkann."




Hörður Ágústsson - Stuðningsmaður Víkings

1. „Já ég held það. Þessi lið hafa verið “neck to neck” undanfarin ár og það eru ákveðin project í gangi á báðum stöðum. Víkingar munu syngja “Blikar hata bikar” á pöllunum og ég er alveg viss um að það þarf ekki mikið til að mótivera þá grænu í kvöld. Víkingar eru svo auðvitað að verja sína titla og það er ofarlega í hugum okkar stuðningsmanna. Þetta verður helvítis veisla í kvöld sama hvernig fer."

2. „Í kvöld mætast tvö lið, virkilega vel drilluð lið, sem elska að sækja hratt og sprengja upp leiki. Ég mun horfa stíft á þjálfarana í kvöld því þar mætast tveir af okkar bestu með hugmyndafræði og nálgun á leikinn sem við erum ekki vön að sjá á þessari eyju. Ég er líka spenntur að sjá Ísak vs Ekroth/McLagan og Luigi vs Höskuldur. Það eru margar fleiri orustur sem ég hlakka til að sjá en þessar standa uppúr. Svona leikir koma því miður bara 2-3 á ári. Held líka að Birnir Snær muni eiga leik lífs síns í kvöld."

3. „Spennustigið engin spurning. Ég held að minningar frá því í fyrra sitji í Blikum þar sem 9 fingur voru komnir á bikarinn en ótrúlegur endir á mótinu reif hann úr greipum þeirra. Ég held að það séu bara þeir sjálfir og hvort þjálfarar ná að halda spennustiginu niðri. Það gæti reynst stutt í pirring ef Víkingar vinna í kvöld og þá gætu raddir byrjað að heyrast í haus Blikanna. Mér finnst Víkingarnir vera með meiri reynslu af hinum svokallaða “Squeaky bum time” og með Kára, Sölva og Arnar á bekknum muni það telja helvíti mikið á þessum lokaspretti."

4. „Nei það held ég ekki. Leikurinn var á fimmtudagskvöld, það er mánudagur í dag. Góð endurheimt og clever þjálfari veit hvernig á að gíra menn upp í þennan stórleik. Eins og Arnar hefur sagt sjálfur, menn verða ekki þreyttir þegar allt er á fullu. Þetta er sú staða sem flesta knattspyrnuiðkendur dreymir um að “lenda í” á ferlinum."

5. „Ég hef engar áhyggjur af því að Blikarnir leysi það ekki vel. Ísak er einn sá besti í deildinni, ef ekki sá besti en það eru fá lið í Bestu sem höndla það að leikmaður á borð við Ísak spili ekki. Ég held samt að það sé 100p að hann spili þó hann sé í 50% standi í dag. Svona leik vill enginn missa af og til að vera hreinskilinn þá vil ég að svona leikur með svona liðum sé með öllum leikmönnum frískum. Leikurinn á það skilið."

6. „Það er ekkert grín að koma í Kópavoginn og sækja punkta en ef eitthvað lið kann að “suffera” eins og Arnar hefur oft sagt þá er það Víkingur. Vonandi verða nokkrir Víkingar orðnir hraustir eftir meiðsli undanfarið og við sjáum háklassa baráttu og fótbolta með sterkustu liðum sem þeir Grænu og Víkingarnir hafa upp á að bjóða. Spáin er einföld, leikurinn fer 2-1 fyrir Víking því það eru úrslitin sem deildin þarf (og andlega líf mitt líka). Blikar munu byrja leikinn af krafti og reyna að kaffæra Víkingana en ég held að Djuric skori fyrsta markið eftir skyndisókn og svo jafni Damir með skalla úr horni og svo setur Helgi Guðjóns eitt með skalla og fagnar með stúkunni. Eina orðið sem ég finn varðandi þennan leik er tilhlökkun. Besta deildin hefur heldur betur staðið undir nafni í sumar og mjög mörg lið sem eru bara helvíti sterk. Ég ætla líka bara rétt að vona að það verði uppselt í kvöld því leikurinn á það svo sannarlega skilið. Áfram #EuroVikes!"




Sverrir Mar Smárason - Íþróttafréttamaður

1. „Já ég myndi segja það. Það hefur verið og verður áfram ansi mikið álag á þessum liðum og það skiptir máli að vera með "momentum". Ef Blikarnir tapa öðrum leik í röð í deilidnni og þannig 4 leiknum í röð gætu næstu vikur orðið erfiðari en þær ættu að vera."

2. „Barátta þjálfaranna verður spennandi. Tveir sem setja leiki almennt mjög vel upp og koma andstæðingnum reglulega á óvart. Hingað til hefur Arnar Gunnlaugs staðið uppúr í leikjum eins og þessum en það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort liðið mæti með betra "gameplan" í kvöld."

3. „Já. Þá ætla ég að leyfa mér að nefna aftur þetta "momentum". Við vitum ekkert hvernig október verður og ef liðin mæta ekki á skriði inn í hann þá er hæglega hægt að tapa öllum 5 leikjunum. Blikarnir verða í góðri stöðu en þeir þurfa alltaf að halda það út."

4. „Já á vissan hátt mun það gera það. Ég held það fari samt mjög mikið eftir því hvernig fyrstu 20-30 mín spilast í leiknum. Komist Blikar tveimur eða þremur mörkum yfir snemma þá gæti allt sprungið hjá Víkingi. Ég hef þó meiri trú á því að orkustigið verði hátt hjá Víkingum í kvöld en prógramið gæti svo setið aðeins í þeim bæði í bikarleiknum í vikunni og um næstu helgi."

5. „Ég gæti séð Omar Sowe byrja þennan leik í kvöld ef Ísak er frá. Blikarnir hafa nýtt Ísak mjög mikið til þess að leysa pressu með löngum bolta upp á hann og Omar Sowe hefur álíka mikla vigt. Ef ekki þá verður Kristinn Steindórs uppá topp og líklega Dagur Dan á kantinum."

6. „Ég spái 2-1 sigri Víkinga sem er þó líka óskhyggja til þess að fá meiri spennu í deildina. Víkingar komast yfir og fá svo á sig jöfnunarmark áður en þeir skora dramatískt sigurmark í kringum 90. mínútu."

Sjá einnig:
Líkleg byrjunarlið í stórleiknum - Byrjar Danijel gegn uppeldisfélaginu?
Sex í leikmannahópi Víkings verið í Breiðabliki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner