
FH vann öruggan 3-1 sigur á Selfossi í 16. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.
Selfyssingar hafa átt erfitt tímabil til þessa og héldu erfiðin áfram í kvöld.
Shaina Faiena Ashouri skoraði fyrsta mark FH á 25. mínútu með skoti í slá og inn. Í kjölfarið komu tvö mörk á næstu tíu mínútum en Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði á 32. mínútu eftir fyrirgjöf Ölmu Mathiesen og þá gerði Snædís María Jörundsdóttir út um leikinn eftir sendingu frá Mackenzie Marie George.
Þetta var aðeins betra frá Selfyssingum í þeim síðari og undir lok leiks gerði Grace Leigh Sklopan sárabótarmark beint úr hornspyrnu.
Lokatölur 3-1 fyrir FH á JÁVERK-vellinum. Ellefta tap Selfyssinga staðreynd en liðið er á botninum með 11 stig á meðan FH er í 4. sæti með 25 stig.
Þóra Björg sá um Keflavík
ÍBV lagði Keflavík að velli, 1-0, á Hásteinsvelli.
Þóra Björg Stefánsdóttir átti besta færi fyrri hálfleiksins er hún fékk skalla færi á fjærstönginni en Vera Varis varði vel. Þóra bætti upp fyrir klúðrið í þeim síðari er hún slapp í gegn, lék á Veru og kom boltanum í netið.
Keflvíkingar sóttu eftir markið og fengu ágætis möguleika til að jafna en markið kom aldrei. Lokatölur 1-0 fyrir ÍBV sem er nú með 17 stig í 7. sæti en Keflavík í næst neðsta sæti með 14 stig.
Selfoss 1 - 3 FH
0-1 Shaina Faiena Ashouri ('25 )
0-2 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('32 )
0-3 Snædís María Jörundsdóttir ('35 )
1-3 Grace Leigh Sklopan ('90 )
Lestu um leikinn
ÍBV 1 - 0 Keflavík
1-0 Þóra Björg Stefánsdóttir ('62 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir