Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, segist vonsvikinn að vera ekki í enska landsliðshópnum fyrir leikina í þessum mánuði.
Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins, opinberaði hóp sinn í dag og var Sancho ekki í honum að þessu sinni.
Sancho hefur verið að spila vel undir stjórn Erik ten Hag í byrjun leiktíðar en samt var ekki pláss fyrir hann.
Hann skoraði fyrra mark United í 2-0 sigrinum á Sheriff í kvöld og er nú með þrjú mörk í átta leikjum í öllum keppnum.
Sancho er staðráðinn í því að koma sér aftur í landsliðshópinn fyrir HM í Katar.
„Það eru mikil vonbrigði að fá ekki kallið en ég þarf bara að halda áfram að leggja harð að mér og vonandi fæ ég kallið fyrir HM. Ég verð bara að einbeita mér að sjálfum mér og halda áfram að leggja mig fram," sagði Sancho.
Athugasemdir