Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði í 3-3 jafntefli unglinga- og varaliðs Ajax gegn Emmen í hollensku B-deildinni í kvöld.
Kristian Nökkvi er fastamaður í unglinga- og varaliðinu en hefur einnig verið að fá tækifærin með aðalliðinu í byrjun tímabils.
Hann var í byrjunarliðinu hjá Jong Ajax í kvöld og skoraði þriðja mark liðsins undir lok leiks og tryggði þar með stig. Þetta var annað mark hans í deildinni á tímabilinu.
Lærisveinar Milosar Milojevic í Al-Wasl eru þá komnir áfram í deildabikarnum í sameinuðu arabísku furstaríkjunum eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Hatta í 16-liða úrslitum en Al-Wasl vann fyrri leikinn 7-0 og er því komið áfram í 8-liða úrslit.
Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson komu báðir inn af bekknum er Venezia lagði Spezia að velli, 1-0, í Seríu B. Venezia er á toppnum með 11 stig.
???? Kristian Hlynsson (f.2004)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) September 15, 2023
???????? Jong Ajax
???? FC Emmen
???????? #Íslendingavaktin pic.twitter.com/NNZUPWSIxg
Athugasemdir