Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   sun 15. september 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kolbeinn lagði upp í grátlegu jafntefli - Stefán Ingi funheitur
Kolbeinn Þórðarson
Kolbeinn Þórðarson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stefán Ingi öflugur
Stefán Ingi öflugur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Kolbeinn Þórðarson lagði upp eitt mark í grátlegu jafntefli gegn Hacken í sænsku deildinni í dag.


Gautaborg náði tvisvar forystunni í fyrri hálfleik og Hacken jafnaði metin aftur snemma í seinni hálfleik. Aftur náði Gautaborg forystunni en það gerði Ramon Lundqvist eftir undirbúning Kolbeins.

Það var síðan á sjöttu mínútu í uppbótatíma sem Hacken jafnaði enn eina ferðina og þar við sat.

Gísli Eyjólfsson og Birnir Snær Ingason voru báðir í byrjunarliði Halmstad sem tapaði 1-0 gegn Elfsborg. Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru ónotaðir varamenn hjá Elfsborg. Elfsborg er í 5. sæti með 36 stig eftir 22 umferðir en Halmstad er í 14. sæti með 21 stig.

Rúnar Þór Sigurgeirsson spilaði allan leikinn þegar Willem II vann 3-0 gegn Waalwijk í hollensku deildinni. Willem II er í 5. sæti með átta stig eftir fimm umferðir.

Mikael Neville Anderson spilaði allan leikinn þegar AGF gerði 1-1 jafntefli gegn Silkeborg í dönsku deildinni. AGF er í 2. sæti, þremur stigum á eftir Íslendingaliði Midtjylland.

Það var markalaust jafntefli í Íslendingaslag Haugesund og Stromsgodset í norsku deildinni. Logi Tómasson var tekinn af velli undir lok leiksins í liði Stromsgodset en Anton Logi Lúðvíksson kom inn á sem varamaður hjá Haugesund. Stromsgodset er í 12. sæti með 23 stig eftir 22 umferðir og Haugesund er sæti og stigi fyrir neðan.

Stefán Ingi Sigurðarson kom Sandefjord yfir í 2-2 jafntefli gegn Brann. Stefán hefur komið vel inn í hlutina hjá Sandefjord eftir komuna frá Patron Eisden í sumar, þetta var hans þriðja mark í síðustu fjórum leikjun. Sandefjord er stigi á eftir Haugesund.


Athugasemdir
banner
banner
banner