Skoska félagið Hearts hefur ráðið Neil Critchley sem stjóra liðsins. Hann tekur við af Steven Naismith sem var látinn fara fyrir þremur vikum síðan.
Critchley er fyrrum stjóri Blackpool og QPR. Hann er 45 ára Englendingur sem var látinn fara frá Blackpool í ágúst. Einhverjir muna eftir Critchley frá tímabilinu 2019/20 hjá Liverpool þar sem hann stýrði liðinu í tveimur leikjum, einum í deildabikarnum þar sem aðalliðið var á HM félagsliða og öðrum í enska bikarnum þegar aðalliðið var í vetrarfríi. Critchley var þá þjálfari U18 liðs Liverpool.
Critchley er fyrrum stjóri Blackpool og QPR. Hann er 45 ára Englendingur sem var látinn fara frá Blackpool í ágúst. Einhverjir muna eftir Critchley frá tímabilinu 2019/20 hjá Liverpool þar sem hann stýrði liðinu í tveimur leikjum, einum í deildabikarnum þar sem aðalliðið var á HM félagsliða og öðrum í enska bikarnum þegar aðalliðið var í vetrarfríi. Critchley var þá þjálfari U18 liðs Liverpool.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var orðaður við starfið en Skotarnir settu sig þó ekki í samband við Arnar eða Víkinga.
Hearts er á botni skosku deildarinnar, með tvö stig eftir átta leiki.
Athugasemdir