Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   sun 15. desember 2019 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England í dag - Sannkallaður ofursunnudagur framundan
Það eru þrír flottir leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag, sunnudag. Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa þar, Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fara í heimsókn á Old Trafford.

Duncan Ferguson stýrir Everton á meðan leit stendur yfir að nýjum stjóra, hann stýrði liðinu til sigurs gegn Chelsea síðustu helgi, 3-1. Manchester United hefur verið að gera góða hluti undanfarið og vann nú síðast 4-0 sigur á AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Manchester United tekur á móti Everton á Old Trafford klukkan 14:00.

Wolves lék einnig í Evrópdeildinni á fimmtudaginn, þeir unnu Besiktas 4-0. Þeir eiga aftur heimaleik í dag, að þessu sinni koma Jose Mourinho og lærisveinar hans í Tottenham í heimsókn sem spiluðu í Meistaradeildinni á miðvikudaginn, þar töpuðu þeir 3-1 gegn Bayern Munchen. Flautað verður til leiks í viðureign liðanna klukkan 14:00.

Stórleikur dagsins fer svo fram í Lundúnum þar sem Arsenal tekur á móti Manchester City. Gestirnir frá Manchester eru í talsvert betri málum en Arsenal, tíu stigum munar á liðunum fyrir leik dagsins. Flautað verður til leiks á Emirates leikvanginum klukkan 16:30.

Sunnudagur 15. desember.
14:00 Man Utd - Everton (Síminn Sport)
14:00 Wolves - Tottenham
16:30 Arsenal - Man City (Síminn Sport)











Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
7 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner