Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   fim 15. desember 2022 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gerði samkomulag við Samma - „Búinn að vonast eftir þessu síðustu ár"
Ég átti samkomulag við Samma að ég gæti farið
Ég átti samkomulag við Samma að ég gæti farið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Samúelsson er í fararbroddi hjá Vestra. Hann vildi ekki að Pétur færi í annað lið í Lengjudeildinni og gerði samkomulag við Pétur um að hann mætti fara í lið í efstu deild.
Samúel Samúelsson er í fararbroddi hjá Vestra. Hann vildi ekki að Pétur færi í annað lið í Lengjudeildinni og gerði samkomulag við Pétur um að hann mætti fara í lið í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ákvað að vera ekki áfram í Vestra, eftir að það spyrst út þá boðaði Fylkir mig á æfingar hjá sér og ég æfði með þeim í tvær vikur. Ég átti mjög gott samtal við Rúnar, Olgeir og fleiri, leist bara mjög vel á þetta hjá þeim og ákvað að taka slaginn," sagði Pétur Bjarnason sem skrifaði undir hjá Fylki á dögunum.

Þeir Rúnar Páll Sigmundsson og Olgeir Sigurgeirsson, sem Pétur nefnir, eru þjálfarar Fylkis.

Pétur, sem er 25 ára sóknarmaður, kemur frá Vestra þar sem hann hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil.

Mathias Laursen lék stórt hlutverk hjá Fylki á liðnu tímabili og endaði sem næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar. Hann hins vegar sleit krossband undir lok tímabils og því þurfti Fylkir að leita annað. Sá Pétur fyrir sér tækifæri á því að hann yrði lykilmaður í liði Fylkis?

„Já, mér fannst það á samtalinu við Rúnar - hvernig hann vildi nota mig - og mér leist rosa vel á það."

Fylkir verður í Bestu deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa orðið Lengjudeildarmeistari. Pétur er á leið í sitt fyrsta tímabil í efstu deild á ferlinum, spenntur?

„Já mjög. Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vonast til að myndi gerast síðustu ár, að taka næsta skref í þessu, það er að gerast núna."

„Ég pældi aðeins í þessu eftir tímabilið í fyrra, ég átti gott tímabil í lokin í fyrra, talaði við nokkur lið en ákvað að taka eitt ár í viðbót fyrir vestan. Ég átti samkomulag við Samma að ég gæti farið eftir þetta tímabil ef það kæmi áhugi úr efstu deild og hann stóð við það."

„Það er eitthvað sem er á milli Vestra og Fylkis, en vissulega þurftu þeir að borga fyrir mig því ég var á samningi hjá Vestra."


Hvert er markmiðið fyrir tímabilið með Fylki? „Fyrsta markmiðið núna er að komast í topp-toppform og ná alvöru undirbúningstímabili með Fylki. Fótboltaleg markmið koma eftir það."

Það voru önnur félög sem höfðu áhuga á Pétri. „Það var áhugi frá einu öðru liði í efstu deild, einhver alvöru áhugi, og einhver lið í Lengjudeildinni líka."

„Heilt yfir er ég búinn að vera ánægður með mína spilamennsku undanfarin ár, verið upp og niður kannski og síðasta sumar var ekki það besta, en heilt yfir er ég nokkuð ánægður með minn tíma hjá Vestra," sagði Pétur.

Viðtalið við hann er lengra og talar hann um aðstöðuna hjá Vestra og metnað félagsins. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner