Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   lau 16. janúar 2021 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Fulham og Chelsea: Robinson skúrkurinn
Mount maður leiksins
Fulham og Chelsea áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag og úr varð ansi tíðindalítill og bragðdaufur grannaslagur.

Chelsea vann leikinn og gaf Sky Sports leikmönnum einkunnir að leikslokum. Mason Mount, sem gerði eina mark leiksins, var valinn bestur og fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt í sigrinum.

Antonee Robinson var skúrkurinn í liði Fulham eftir að hafa látið reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks. Robinson getur lítið kvartað þar sem hann fór í grjótharða tæklingu og var heppinn að meiða ekki andstæðing sinn illa.

Alphonse Areola, sem átti fínan leik en gerði mistök í marki Chelsea, var næstverstur í liði Fulham samkvæmt einkunnagjöf Sky.

Í liði Chelsea þá voru fimm leikmenn sem fengu aðeins 5 í einkunn, þar á meðal Edouard Mendy sem hélt hreinu á milli stanganna. Christian Pulisic, Olivier Giroud, Timo Werner og Callum Hudson-Odoi þóttu ekki hrífa og fengu fimmur að launum.

Fulham: Areola (5), Tete (6), Aina (6), Andersen (6), Adarabioyo (7), Robinson (4), Reed (6), Anguissa (6), Dercordova-Reid (6), Lookman (7), Cavaleiro (6)

Chelsea: Mendy (5), Azpilicueta (6), Thiago Silva (7), Rudiger (7), Chilwell (6), Jorginho (6), Kovacic (6), Mount (8), Ziyech (6), Pulisic (5), Giroud (5)
Varamenn: Abraham (6), Werner (5), Hudson-Odoi (5)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
6 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner