Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   mán 16. janúar 2023 10:10
Elvar Geir Magnússon
Fagnar komu Mudryk en segir jafnvægið í hópnum ekki mega riðlast
Graham Potter, stjóri Chelsea, fagnar komu Mykhaylo Mudryk frá Shaktar Donetsk en varar við því að Chelsea megi ekki kaupa of marga leikmenn núna í janúarglugganum og eyðileggja jafnvægið í hópnum.

Chelsea hafði þegar fengið Benoit Badiashile, Davide Datro Fofana og Andrey Santos, auk þess sem Joao Felix kom á láni. Félagið mun líklega bæti fleiri leikmönnum við sig en tíu leikmenn eru fjarverandi vegna meiðsla eða leikbanns.

„Við viljum spila betur, við viljum fleiri sigra. Það þarf að hafa jafnvægi í leikmannahópnum og rétta samkeppni. Við þurfum að fara varlega, það eru um tíu leikmenn fjarverandi en það er ekki hægt að kaupa bara leikmenn til að fylla skörðin því þá endar þú með 30 leikmenn," segir Potter.

Stuðningsmenn verða hrifnir
Mudryk er snöggur og beinskeyttur sóknarmaður og Potter telur að hann geri Chelsea betra lið.

„Hann er ungur leikmaður sem á bjarta framtíð. Hann er spennandi einn gegn einum, beinskeyttur, ræðst á varnarlínuna, getur farið út á vængina og einnig ráðist að markinu. Ég held að stuðningsmenn okkar verði mjög hrifnir af honum."

Mudryk var meðal áhorfenda á Stamford Bridge þegar Chelsea vann Crystal Palace 1-0. Hann gerði samning við Chelsea til sumarsins 2031.

„Ef ég verð hérna út samningstímann hans þá verðum við allir glaðir!" segir Potter
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner