Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 16. janúar 2023 14:41
Elvar Geir Magnússon
Jhon Duran fer til Aston Villa
Jhon Duran, 19 ára kólumbískur sóknarleikmaður Chicago Fire í bandarísku MLS-deildinni, er á leið til Aston Villa.

Bandaríska félagið hefur samþykkt tilboð Villa en Duran lék með Envigado í heimalandi sínu áður en hann gekk í raðir Chicago Fire í janúar fyrir ári síðan.

Duran fer nú í samningaviðræður við Villa og svo í kjölfarið í læknisskoðun.

Duran hefur skorað átta mörk og lagt upp sex í 28 leikjum fyrir Chicago. Hann á þrjá landsleiki fyrir Kólumbíu en í öllum hefur hann komið inn sem varamaður.

Hjá Villa mun hann berjast um sæti í liðinu við þá Ollie Watkins og Danny Ings. Villa er í ellefta sæti úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner