Síðustu þrír leikirnir í 16-liða úrslitum spænska konungsbikarnum eru spilaðir í kvöld.
Athletic Bilbao mætir Osasuna klukkan 18:30 en á sama tíma spilar Real Sociedad við Rayo Vallecano.
Orri Steinn Óskarsson verður að öllum líkindum í eldlínunni hjá Sociedad.
Spánar- og Evrópumeistarar Real Madrid spila við Celta Vigo á Santiago Bernabeu klukkan 20:30. Dregið verður í 8-liða úrslit þann 20. janúar næstkomandi.
Leikir dagsins:
18:30 Athletic - Osasuna
18:30 Real Sociedad - Vallecano
20:30 Real Madrid - Celta
Athugasemdir