Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Tristan: Ég vil auðvitað spila meira
Mynd: Malmö
Daníel Tristan Guðjohnsen gekk til liðs við sænska liðið Malmö sumarið 2022 úr unglingaliði Real Madrid.

Þessi nítján ára gamli leikmaður hefur átt erfitt uppdráttar í Svíþjóð vegna meiðsla. Hann sagði í samtali við Sydsvenskan að hann ætlaði sér að fá fleiri mínútur í framtíðinni en hann hefur jafnað sig af meiðslum.

„Auðvitað vil ég spila meira, það vilja allir leikmenn. Ég þarf að leggja á mig á æfingum og berjast um leiktíma. Ég er 100% heill og vonandi helst það þannig," sagði Daníel Tristan.

„Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður en ég þarf á mínútum að halda. Ég er enn ungur og á stórann feril framundan."
Athugasemdir
banner
banner
banner