Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 16. apríl 2023 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Ég vil biðja ykkur um að slaka á og hætta að tala hann upp
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi er með tvö mörk í tveimur leikjum
Stefán Ingi er með tvö mörk í tveimur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, bað fjölmiðla vinsamlegast um að hætta að setja óþarfa pressu á Stefán Inga Sigurðarson, framherja liðsins, en þetta sagði hann eftir 2-0 sigurinn á Val á Hlíðarenda í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

Þjálfarinn var ekkert sérstaklega ánægður við frammistöðuna í leiknum í kvöld en var sáttur að geta landað sigrinum.

„Sáttur með úrslitin en ekki með frammistöðuna. Hefði viljað sjá þetta betra án bolta. Sáttur með vinnuna sem menn lögðu í leikinn og hjartað sem menn settu í þetta og góður karakter, en við þurfum að bæta okkur á boltanum.“

Hann segir veðrið ekki hafa neitt að segja um leikinn en honum fannst liðið spila vel á móti vindi í fyrri hálfleik.

„Veðrið skiptir engu máli. Við spiluðum á köflum fínan fótbolta í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti erfiðum vindi. Veðrið skiptir engu máli við undirbúum okkur bara að spila okkar leik.“

Stefán Ingi kom inná sem varamaður annan leikinn í röð og skoraði aftur. Óskar Hrafn bað fjölmiðlamenn vinsamlegast um að hætta að tala hann upp, enda ungur drengur og á ekki að þurfa að vera með þessa pressu á sér.

„Jú auðvitað nálgast hann alltaf byrjunarliðið en aftur bara þá þurfum við að sýna betri frammistöðu og hann skorar gott mark og allt það, en hann líkt og aðrir þurfa að vera betri í öllum þáttum leiksins. Hann kemur inná þegar leikurinn er að sprengjast upp og fékk töluvert meira pláss en Patrik. Stefán er bara flottur leikmaður og ég vil biðja ykkur um að slaka aðeins á og hætta að tala hann upp þannig það myndast óþarfa pressa á hann. Hann er ungur leikmaður sem er að stíga sín fyrstu skref með Breiðabliki og búinn að vera þrjú og hálft ár í skóla úti. Gefið honum frið til að þróast og þroskast og hann mun verða frábær leikmaður.“

„Umræðan er galin og keyrð áfram af mönnum sem ég veit ekki hvað gengur til. Flestir vita það síðasta sem ungir menn þurfa er að vera með það á herðunum að vera markakóngar og bera lið sem ætlar að vera í toppbaráttu á bakinu sóknarlega. Gefið honum tíma og hann er virkilega efnilegur leikmaður, frábær drengur og leggur hart að sér alla daga. Hann þarf að fá tíma, ljós og réttu ábyrgðina og þá blómstrar hann,“
sagði Óskar um Stefán, en hann ræðir einnig um Oliver Stefánsson, Klæmint Olsen, Anton Ara Einarsson og Ágúst Eðvald Hlynsson í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner