Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Krefjandi verkefni fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
   sun 16. apríl 2023 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Ég vil biðja ykkur um að slaka á og hætta að tala hann upp
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ingi er með tvö mörk í tveimur leikjum
Stefán Ingi er með tvö mörk í tveimur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, bað fjölmiðla vinsamlegast um að hætta að setja óþarfa pressu á Stefán Inga Sigurðarson, framherja liðsins, en þetta sagði hann eftir 2-0 sigurinn á Val á Hlíðarenda í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

Þjálfarinn var ekkert sérstaklega ánægður við frammistöðuna í leiknum í kvöld en var sáttur að geta landað sigrinum.

„Sáttur með úrslitin en ekki með frammistöðuna. Hefði viljað sjá þetta betra án bolta. Sáttur með vinnuna sem menn lögðu í leikinn og hjartað sem menn settu í þetta og góður karakter, en við þurfum að bæta okkur á boltanum.“

Hann segir veðrið ekki hafa neitt að segja um leikinn en honum fannst liðið spila vel á móti vindi í fyrri hálfleik.

„Veðrið skiptir engu máli. Við spiluðum á köflum fínan fótbolta í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti erfiðum vindi. Veðrið skiptir engu máli við undirbúum okkur bara að spila okkar leik.“

Stefán Ingi kom inná sem varamaður annan leikinn í röð og skoraði aftur. Óskar Hrafn bað fjölmiðlamenn vinsamlegast um að hætta að tala hann upp, enda ungur drengur og á ekki að þurfa að vera með þessa pressu á sér.

„Jú auðvitað nálgast hann alltaf byrjunarliðið en aftur bara þá þurfum við að sýna betri frammistöðu og hann skorar gott mark og allt það, en hann líkt og aðrir þurfa að vera betri í öllum þáttum leiksins. Hann kemur inná þegar leikurinn er að sprengjast upp og fékk töluvert meira pláss en Patrik. Stefán er bara flottur leikmaður og ég vil biðja ykkur um að slaka aðeins á og hætta að tala hann upp þannig það myndast óþarfa pressa á hann. Hann er ungur leikmaður sem er að stíga sín fyrstu skref með Breiðabliki og búinn að vera þrjú og hálft ár í skóla úti. Gefið honum frið til að þróast og þroskast og hann mun verða frábær leikmaður.“

„Umræðan er galin og keyrð áfram af mönnum sem ég veit ekki hvað gengur til. Flestir vita það síðasta sem ungir menn þurfa er að vera með það á herðunum að vera markakóngar og bera lið sem ætlar að vera í toppbaráttu á bakinu sóknarlega. Gefið honum tíma og hann er virkilega efnilegur leikmaður, frábær drengur og leggur hart að sér alla daga. Hann þarf að fá tíma, ljós og réttu ábyrgðina og þá blómstrar hann,“
sagði Óskar um Stefán, en hann ræðir einnig um Oliver Stefánsson, Klæmint Olsen, Anton Ara Einarsson og Ágúst Eðvald Hlynsson í viðtalinu.
Athugasemdir
banner