Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, var að vonum svekktur eftir að Real Madrid féll úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Arsenal í átta liða úrslitum í kvöld.
Courtois segir að liðið þurfi að spila mun betur saman og að það vanti markaskorara.
„Við höfum verið að gefa margar fyrirgjafir á þessu tímabili en við erum ekki með Joselu sem er fæddur framherji. Stundum verður maður að vera sjálfgagnrýninn. Við verðum að spila meira sem lið en ekki bara einstaklingar," sagði Courtois.
Hann nefnir Joselu en hann skoraði 20 mörk í 52 leikjum með liðinu. Hann spilaði með Real frá 2010-2012 og aftur á láni á síðustu leiktíð. Hann er í dag liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Al-Gharafa í Katar.
Athugasemdir